x

Skýringar

Slysatíðni:
Slysatíðni vegarkafla: fjöldi slysa á vegarkafla á milljón
ekna kílómetra á ári. Eftirfarandi jöfnu má nota til að
reikna slysatíðni vegarkafla:
S = (F x 1.000.000)/(ÁDUx365xL)
þar sem:
S er slysatíðni, F er fjöldi slysa ,
ÁDU er meðalumferð á dag og L er lengd vegarkafla í km. Ef slysagögn ná yfir meira en eitt ár þarf að deila með fjölda ára.

Slysatíðnihlutfall:
Slysatíðni á viðkomandi kafla deilt með meðalslysatíðni þjóðvega í sama hópi.
Hóparnir eru 3, þ.e. þjóðvegir í dreifbýli, þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu og þjóðvegir í þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins.

Umferð:
ÁDU: Ársdagsumferð, meðalumferð á dag yfir árið
SDU: Sumardagsumferð, meðalumferð á dag mánuðina júní, júlí, ágúst og september
VDU: Vetrardagsumferð, meðalumferð á dag mánuðina janúar, febrúar, mars og desember

Ár hvert gefur Vegagerðin út umferðartölur fyrir mest allt þjóðvegakerfið (yfirleitt ekki reiknuð umferð á héraðsvegum). Þessar umferðartölur eru gefnar upp sem meðaltöl (ÁDU, SDU og VDU, sjá nánari skýringar hér fyrir neðan) fyrir ákveðna lengd innan hvers vegar m.ö.o. hvert meðaltal gildir bara fyrir ákveðna lengd innan hvers vegar, vegkafla eða stall (sjá skýringar hér fyrir neðan).

Meðalumferð er reiknuð út frá föstum talningum og skynditalningum. Fastur talningarstaður er sá staður þar sem talið er samfellt alla daga ársins en skynditalning fer að jafnaði fram á tímabilinu maí - september og er talið á völdum vegum. Skynditeljarar eru staðsettir þannig að niðurstöður lýsi sem best veginni meðalumferð um þann vegkafla sem mæla á. Nánari upplýsingar um aðferðafræði talninga er að finna hér.

Athuga skal að birt meðaltöl eiga að lýsa heildarumferðinni í báðar áttir. Á fæstum vegköflum eru fastar talningar til staðar, en þess í stað taka umferðartölur mið af umferð við fastan talningarstað í grennd, sem kallast þá viðmiðunarteljari vegkaflans. Á umræddum vegköflum fer skynditalning að jafnaði fram á 4 - 7 ára fresti, sem getur valdið því að á skynditalningarári breytast meðaltöl ekki alltaf í takt við breytingar á viðmiðunarteljara á milli ára.